Ert þú verðmætur liðsmaður?

Samvinna hefur sjaldan verið mikilvægari en nú. Flest okkar tilheyra nokkrum hópum hvort heldur innan fyrirtækisins eða í okkar daglega lífi. Að hafa orðspor verðmæts liðsmanns hefur áhrif á árangur þinn og tækifæri

Taktu prófið og gefðu þér einkunn frá 1 til 5.

Hæsta einkunn er 5 en lægsta 1
Ég sæki alla fundi sem hópurinn boðar mig á og tek virkan þátt
Ég kortlegg verkefni með tilliti til álags samstarfsmanna
Ég lýk öllum skuldbindingum mínum gagnvart samstarfsmönnum á réttum tíma
Ég er skipulögð/skipulagður og undirbúin(n) undir hlutverk mitt í vinnuhópnum
Ég býðst til að hjálpa samstarfsmönnum til að standast álag og tímamörk
Aðrir sjá mig sem styðjandi og samvinnuþýðan samstarfsmann
Aðrir sjá mig leggja mitt af mörkum og rúmlega það til að hópurinn nái markmiðum sínum